Arnar Jón Agnarsson, stofnandi Mosi Gin, er að hefja sölu á nýrri íslenskri gintegund sem ber heiti fyrirtækisins. Framleiðsluferli ginsins er afar sérstakt og er ekki vitað til þess að það hafi áður fyrr sést neins staðar í heiminum.

Ginið er geymt í endurnotuðum áfengistunnum sem áður hýstu mismunandi tegundir áfengja eins og viskí og mezcal. Tunnurnar eru síðan látnar sitja úti í íslenskri náttúru og veðurfari í þrjá mánuði áður en lokavaran fer í flöskuna.

Arnar, sem er jafnframt einn af forsprökkum Ólafsson Gin, segist hafa fengið hugmyndina fyrir tveimur árum þegar hann smakkaði tvær mismunandi flöskur af sömu tegund kampavíns. Ein hafði verið í geymslu á meðan hin var látin sitja á hafsbotni á kílómetra dýpi utan stranda Frakklands.

„Það var mikill munur á bragðinu og ég sá að það voru raunveruleg vísindi á bak við þetta. Ég hafði líka hafa ferðast um allan heim með Ólafsson-gin og var alltaf spurður hvað það væri sem gerði vöruna sérstaka.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.