Gistinætur á hótelum í júní voru tæplega 479.500 eða um 6% færri en á fyrra ári. Aukningin mælist þó einungis á höfuðborgarsvæðinu þar sem hún var 20% á milli ára. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.
1% aukning mælist á höfuðborgarsvæðinu en töluvert færri gistinætur mældust á hótelum í öðrum landshlutum, mesta breytingin var á Austurlandi (-27%) og Suðurnesjum (-17%).
Gistinætur erlendra ferðamanna voru 381.900, eða 80% af hótelgistinóttum, á meðan gistinætur Íslendinga voru 97.600. Fjölda gistinátta erlendra ferðamanna fækkaði um 8% en gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 5%.
Framboð hótelherbergja í júní jókst þá um 1,3% miðað við júní í fyrra en á sama tíma dróst herbergjanýting á landinu saman um 6,0 prósentustig. Herbergjanýting dróst saman í öllum landshlutum nema Norðurlandi.
Áætlaður heildarfjöldi gistinátta á öllum skráðum gististöðum í júní var um 1.099.800 sem er sambærilegt við sama tímabil í fyrra. Gistinætur Íslendinga voru um 253.700 sem er 5% aukning frá júní 2023.
Áætlað er að þar fyrir utan hafi óskráðar gistinætur erlendra ferðamanna í júní verið um 130.000 í gegnum vefsíður sem miðla heimagistingu og um 13.000 hjá vinum og ættingjum en að fjöldi gistinátta erlendra ferðamanna í húsbílum hafi verið um 4.000.
14:22: Fréttin hefur verið uppfærð eftir tilkynningu um villur Hagstofunnar.