Gistinætur á hótelum í júlí voru tæplega 562.900 eða um 5,3% færri en í júlí 2023, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar. Gistinóttum á hótelum á höfuðborgarsvæðinu fækkaði um 5,0% milli ára.
Gistinætur á hótelum í júlí voru tæplega 562.900 eða um 5,3% færri en í júlí 2023, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar. Gistinóttum á hótelum á höfuðborgarsvæðinu fækkaði um 5,0% milli ára.
Mest var breytingin á Austurlandi þar sem gistinóttum á hótelum fækkaði um 19,2%. Vesturland og Vestfirðir fylgdu þar á eftir en þar fækkaði gistinóttum um 16,6%.
Norðurland sker sig út að því leyti að gistinóttum fjölgaði þar um 5,7% frá sama mánuði í fyrra og voru 63.952 í júlí.
8% fækkun erlendra gesta
Gistinætur erlendra ferðamanna voru 449.100, eða 80% af hótelgistinóttum, á meðan gistinætur Íslendinga voru 113.800, eða um 20%.
Gistinætur erlendra ferðamanna á hótelum voru 8,4% færri en í júlí 2023. Gistinóttum Íslendinga fjölgaði hins vegar um 9,1% milli mánaða.
Fram kemur að framboð hótelherbergja í júlí jókst um 1,7% miðað við júlí 2023. Á sama tíma dróst herbergjanýting á landinu saman um 5,9 prósentustig.