Fjár­festirinn War­ren Buf­fet sagði eitt sinn að í við­skiptum væri mikil­vægast að huga að hlutum sem skipta máli og eru skiljan­legir. Gengis­sveiflur væru ekki þar á meðal, þær væru mikil­vægar en ó­skiljan­legar.

Honum hefur þó tekist að stór­græða á við­skiptum sínum í Japan á síðustu árum, sér í lagi vegna þess hvernig hann varði sig gegn gengis­sveiflum. Í lok ágúst 2020 greindi Berks­hire Hat­haway, fjár­festinga­fé­lag Buf­fets, frá 6 milljarða dala fjár­festingu í fimm japönskum verslunar­fé­lögum sem sér­hæfa sig í milli­landa­fjár­festingum.

Á síðustu fimm árum hefur MSCI Japan úr­vals­vísi­talan hækkað um 87% í jenum talið, sem er meira en S&P 500 vísi­talan í Banda­ríkjunum.

Fjár­festirinn War­ren Buf­fet sagði eitt sinn að í við­skiptum væri mikil­vægast að huga að hlutum sem skipta máli og eru skiljan­legir. Gengis­sveiflur væru ekki þar á meðal, þær væru mikil­vægar en ó­skiljan­legar.

Honum hefur þó tekist að stór­græða á við­skiptum sínum í Japan á síðustu árum, sér í lagi vegna þess hvernig hann varði sig gegn gengis­sveiflum. Í lok ágúst 2020 greindi Berks­hire Hat­haway, fjár­festinga­fé­lag Buf­fets, frá 6 milljarða dala fjár­festingu í fimm japönskum verslunar­fé­lögum sem sér­hæfa sig í milli­landa­fjár­festingum.

Á síðustu fimm árum hefur MSCI Japan úr­vals­vísi­talan hækkað um 87% í jenum talið, sem er meira en S&P 500 vísi­talan í Banda­ríkjunum.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal hefðu banda­rískir fjár­festar sem hefðu keypt japönskum kaup­hallar­sjóðum fyrir fimm árum grætt mun minna.

iS­hares MSCI Japan kaup­hallar­sjóðurinn hefur skilað 36% á­vöxtun á síðustu fimm árum þar sem jenið hefur tapað um þriðjungi af virði sínu gagn­vart Banda­ríkja­dal á tíma­bilinu.

Þegar Buf­fet á­kvað að fjár­festa í japönsku verslunar­fé­lögunum gaf Berks­hire út 1,6 milljarða dala skulda­bréf í jenum sem báru vexti á bilinu 0,97% til 2,5%.

Hluta­bréf í verslunar­fé­lögunum fimm hafa fjór­faldast að meðal­tali frá því að Berks­hire fjár­festi í þeim í jenum talið. Gengið hefur hækkað um 150% í dölum talið, sem er vissu­lega góð á­vöxtun en ekkert í sam­ræmi við hækkunina í jenum.

Al­mennir fjár­festar gætu átt erfitt með að leika leik Buf­fets eftir þar sem lán í jenum eru ekki að­gengi­leg fyrir alla. Hins vegar er hægt að kaupa í japanska gengis­varða kaup­hallar­sjóði iS­hares sem hefur skilað 31% á­vöxtun á árinu í saman­burði við 12% ávöxtun hjá ó­vörðu út­gáfu sjóðsins.

Gengis­sveiflur geta auð­vitað farið í báðar áttir, sér í lagi hjá jafn mikilli út­flutnings­þjóð og Japan. Hins vegar hefur hug­mynda­fræðin um að veikt jen hjálpi japönskum hluta­bréfum ekki átt við upp á síð­kastið.

Topix-vísi­talan hækkaði til að mynda um 1,5% á síðasta fjórðungi á meðan jenið veiktist um 6% gagn­vart Banda­ríkja­dal. Hluta­bréf í bílarisanum Toyota ættu einnig að hækka er jenið veiktist en gengi Toyota lækkaði á síðasta fjórðungi.

Gengis­lækkun jensins síðustu mánuði gæti haft nei­kvæð á­hrif á verð­bólgu landsins og ýtt undir vaxta­hækkanir frá seðla­banka Japans fyrr en ella.