Eim­skipa­fé­lag Ís­lands segir að á­lagning kol­efnis­gjalds sé ó­tíma­bær þar sem nauð­syn­legir inn­viðir séu ekki til staðar miðað við á­form. Að þeirra mati er mikil­vægt að fyrir­tæki sem reka flutninga­bíla fái nægan að­lögunar­tíma en að öllu ó­breyttu mun gjaldið leiða til hærra vöru­verðs.

Fyrir­hugað er að leggja fram frum­varp á haust­þingi um kíló­metra­gjald vegna notkunar öku­tækja á vega­kerfinu sem komi til fram­kvæmda þann 1. janúar 2025.

Með frum­varpinu er á­formað að greitt verði kíló­metra­gjald fyrir notkun allra öku­tækja í vega­kerfinu eftir fjölda ekinna kíló­metra í sam­ræmi við þyngd öku­tækja óháð því í hvaða flokki öku­tækið er í. Kíló­metra­gjaldið kemur í stað olíu- og bensín­gjalda, sem nú eru greidd við kaup á jarð­efna­elds­neyti, og verða þau sam­hliða felld brott.

Eim­skipa­fé­lag Ís­lands segir að á­lagning kol­efnis­gjalds sé ó­tíma­bær þar sem nauð­syn­legir inn­viðir séu ekki til staðar miðað við á­form. Að þeirra mati er mikil­vægt að fyrir­tæki sem reka flutninga­bíla fái nægan að­lögunar­tíma en að öllu ó­breyttu mun gjaldið leiða til hærra vöru­verðs.

Fyrir­hugað er að leggja fram frum­varp á haust­þingi um kíló­metra­gjald vegna notkunar öku­tækja á vega­kerfinu sem komi til fram­kvæmda þann 1. janúar 2025.

Með frum­varpinu er á­formað að greitt verði kíló­metra­gjald fyrir notkun allra öku­tækja í vega­kerfinu eftir fjölda ekinna kíló­metra í sam­ræmi við þyngd öku­tækja óháð því í hvaða flokki öku­tækið er í. Kíló­metra­gjaldið kemur í stað olíu- og bensín­gjalda, sem nú eru greidd við kaup á jarð­efna­elds­neyti, og verða þau sam­hliða felld brott.

Í um­sögn Eim­skips í sam­ráðs­gátt stjórn­valda segir ljóst að slík skatt­hækkun muni ó­hjá­kvæmi­lega hafa á­hrif á flutnings­kostnað fyrir­tækja líkt og Eim­skips.

Aukinn kostnaður við flutninga leiðir til hærra vöru­verðs fyrir neyt­endur, sem mun einkum bitna á í­búum lands­byggðarinnar þar sem vega­lengdir eru langar.

„Gjald­takan er því í eðli sínu lands­byggðar­skattur sem stuðlar ekki að auknu jafn­ræði óháð bú­setu með fjöl­breyttri at­vinnu­starf­semi, vöru­úr­vali og verð­mæta­sköpun. Enn fremur er mikil­vægt að hafa í huga að þessir auknu kostnaðar­liðir gætu dregið úr sam­keppnis­hæfni ís­lenskra fyrir­tækja, bæði á inn­lendum og er­lendum mörkuðum. Þó að á­form þessi séu sett fram með um­hverfis­vernd að leiðar­ljósi gæti gjald­takan einnig, líkt og hún er fyrir­huguð, haft þver­öfug á­hrif,“ segir í um­sögn Eim­skips.

Eim­skip bendir á að því fleiri léttir flutninga­bílar sem verða á vegum landsins í stað stærri tækja, því meiri verður heildar­út­blástur og veg­slit. Þetta er sér í lagi á­hyggju­efni hér á landi þar sem vega­kerfið er við­kvæmt og veður­far oft krefjandi.

Flutnings­fyrir­tækið segir að á­hrif þessara skatta muni koma fram í auknum rekstrar­kostnaði fyrir­tækja.

„Það er hins vegar al­kunna að ó­beinir skattar, líkt og leiða af á­formum þessum, rata með beinum hætti í verð­lag inn­lendrar fram­leiðslu og draga um leið úr sam­keppnis­hæfni út­flutnings­vöru. Mikil hækkun gjalda, án þess að raun­hæfir val­kostir séu til staðar, getur þannig haft nei­kvæð á­hrif á sam­keppnis­hæfni ís­lenskra fyrir­tækja, bæði innan­lands og á al­þjóða­markaði. Er því mikil­vægt að stjórn­völd gæti jafn­vægis í skatt­lagningu og leggi á­herslu á lang­tíma­á­ætlanir sem miða að því að bæta rekstrar­um­hverfi fyrir­tækja, sér­stak­lega þeirra sem hafa mikla þýðingu fyrir at­vinnu- og efna­hags­líf á lands­byggðinni sem og um land allt,“ segir í um­sögn Eim­skips.

Að lokum hvetur Eim­skip stjórn­völd til að endur­skoða á­formin og tryggja að nægur tími sé til að­lögunar svo hægt sé að laga rekstur að breyttum að­stæðum, án þess að það bitni á þjónustu, verð­lagi eða leiði til aukinna um­hverfis­á­hrifa.