Veitinga- og skemmtunarfyrirtækið Gleðipinnar hagnaðist um 247 milljónir í fyrra. Tekjur samstæðunnar námu 3,9 milljörðum og jukust um fjórðung milli ára, en rekstrarkostnaður jókst um sama hlutfall og nam 3,5 milljörðum, þar af launakostnaður 1,5 milljörðum sem var þriðjungsaukning, en ársverkum fjölgaði um tæpan fimmtung.

EBITDA rekstrarhagnaður var því 406 milljónir en við það bættist svo meðal fjármagnsliða 61 milljón króna í söluhagnað hlutabréfa. Eignir samstæðunnar námu 1,2 milljörðum í árslok og eigið fé ríflega hálfum og hækkaði eiginfjárhlutfall þar með úr 25% í 44%. María Rún Hafliðadóttir tók við sem forstjóri Gleðipinna nú í vor.

Greidd laun námu 1,3 milljarði og deildust á 204 ársverk, samanborið við sléttan milljarð árið áður fyrir 172 ársverk, og meðallaun því 517 þúsund krónum á mánuði eftir 6,8% hækkun milli ára.