Gary Nagle, forstjóri hrávöru- og námuvinnslurisans Glencore, skapaði sér nafn sem stjórnandi innan kolavinnsluhluta félagsins. Núna er hann helsti hvatamaður áætlunar sem miðar að því að losa félagið alfarið út úr slíkri starfsemi.
Til að fylla skarð kolavinnslunnar ætlar Glencore að leggja áherslu á styrkja stöðu sína sem leiðandi fyrirtæki í framleiðslu málma sem nauðsynlegir eru í rafbíla-batterí og í framleiðslu innan annarra grænna geira.
Forstjórinn ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur en kolavinnsla hefur um langt skeið verið lykilhlekkur í starfsemi Glencore og stóð til að mynda undir rúmlega helmingi hagnaðar félagsins á síðasta ári.