Glugga­tækni, sem sér­hæfir sig í inn­flutningi og sölu á hurðum og gluggum, velti 1,3 milljörðum króna í fyrra. Mun það vera um 35% aukning milli ára er fé­lagið velti 994 milljónum í fyrra.

Hagnaður jókst lítil­lega milli ára og fór úr tæpum 41 milljón í tæpar 43 milljónir.

Stjórn fé­lagsins leggur til að enginn arður verði greiddur til hlut­hafa í ár en Gunnar Guð­jóns­son á allt hluta­fé fé­lagsins.

Glugga­tækni, sem sér­hæfir sig í inn­flutningi og sölu á hurðum og gluggum, velti 1,3 milljörðum króna í fyrra. Mun það vera um 35% aukning milli ára er fé­lagið velti 994 milljónum í fyrra.

Hagnaður jókst lítil­lega milli ára og fór úr tæpum 41 milljón í tæpar 43 milljónir.

Stjórn fé­lagsins leggur til að enginn arður verði greiddur til hlut­hafa í ár en Gunnar Guð­jóns­son á allt hluta­fé fé­lagsins.

Eigið fé fé­lagsins í árs­lok nam 122 milljónum króna og var hand­bært fé í árs­lok um 14 milljónir.

Að meðal­tali störfuðu um fimm starfs­menn hjá fé­laginu á árinu m.v. heils­árs­störf, en sjö árið áður. Í árs­lok voru fimm starfs­menn á launa­skrá hjá fé­laginu.

Laun stjórnar, for­stjóra og fram­kvæmda­stjóra námu um 12,8 milljónum króna á árinu, en um 9,7 milljónum króna árið áður.