Góð samskipti, ráðgjafarfélag Andrésar Jónssonar, hagnaðist um 15,3 milljónir króna á síðasta ári samanborið við um eins milljónar króna hagnað árið áður.
Stjórn félagsins leggur til arðgreiðslu um allt að 20 milljónir, að því er segir í ársreikningi félagsins.
Rekstrartekjur námu 87,9 milljónum króna og jukust um 6% frá fyrra ári. Laun og tengd gjöld, stærsti kostnaðarliðurinn, nam 38,7 milljónum, en meðalstarfsmannafjöldi var 4.
Eignir félagsins voru bókfærðar á 44,6 milljónir króna í lok síðasta árs og eigið fé nam 33,3 milljónum.
Lykiltölur / Góð samskipti ehf.
2022 |
82,9 |
0,9 |
33,5 |
18,1 |