Eignarhaldsfélög þeirra bræðra, Jóns og Sigurðar Gísla standa vel ef marka má ársreikninga þeirra. Fari ehf. sem heldur um
eign Jóns skilaði 17,9 milljóna króna hagnaði á árinu 2011 en eigið fé félagsins nemur 2.873 milljónum króna.
Dexter fjárfestingar ehf. sem heldur um hlut Sigurðar Gísla tapaði rúmlega 50 milljónum á árinu en eigið fé félagsins er þó sterkt eða rúmlega 2.335 milljónir. Á meðal eigna þess er 50% hlutur í Fasteignafélaginu Óslandi ehf. en Jón á hinn helminginn í gegnum Fara. Þá eiga þeir ýmsar eignir í skráðum og óskráðum hlutabréfum, skuldabréfum skráðum í Kauphöll Íslands og erlendum ríkisverðbréfum.
Þeir bræður eiga helmingshlut hvor í Ikea samstæðunni hér á landi í gegnum þessi félög. Eins og áður hefur komið fram hefur samstæðan farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu þar sem lánadrottnar hafa afskrifað 1.285 milljónir króna.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.