Heildar­eignir ís­lenskra líf­eyris­sjóða námu 7.722 milljörðum í lok júní sam­kvæmt tölum frá Seðla­bankanum en það sam­svarar 173% af á­ætlaðri vergri lands­fram­leiðslu þessa árs.

Sé tekið mið af yfir­lits­skýrslu OECD um líf­eyris­kerfi aðildar­ríkjanna, sem nær fram til árs­loka 2022, var Ís­land í öðru sæti á eftir Dan­mörku (192% af VLF) þegar kemur að heildar­um­fangi þeirra eigna sem eyrna­merktar eru eftir­launa­þegum.

Sam­kvæmt greiningar­deild Ís­lands­banka var fyrri árs­helmingur mun hag­felldari fyrir ís­lenska líf­eyris­sjóði en síðustu tvö ár hafa að jafnaði verið.

„Þar munar mestu um verð­hækkun á er­lendum eignum þeirra sam­hliða með­vindi á al­þjóð­legum hluta­bréfa­mörkuðum. Þróunin frá júlí­byrjun hefur verið lakari en þó eru all­góðar líkur á að raun­á­vöxtun ársins verði í þokka­legu sam­ræmi við 3,5% við­miðunar­á­vöxtun skuld­bindinga sjóðanna,” segir í greiningu bankans sem Jón Bjarki Bents­son, aðal­hag­fræðingur bankans.

Raun­á­vöxtun ís­lenskra líf­eyris­sjóða var já­kvæð um hálft prósent að meðal­tali á árinu 2023, saman­borið við 12% nei­kvæða raun­á­vöxtun árið 2022.

„Þótt inn­flæði inn í líf­eyris­sjóði vegna líf­eyris­ið­gjalda sé um­tals­vert hærra en líf­eyris­greiðslur að við­bættum rekstrar­kostnaði er bróður­partur eigna­aukningar sjóðanna til kominn vegna á­vöxtunar af, og verð­hækkunar á, eldri eignum þeirra. Má þar benda á að sam­kvæmt gögnum Seðla­bankans voru líf­eyris­ið­gjöld að frá­dregnum líf­eyris­greiðslum og rekstrar­kostnaði ríf­lega 89 ma.kr. á síðasta ári. Má gróf­lega á­ætla að ríf­lega helmingur þeirrar fjár­hæðar (45-50 ma.kr.) hafi bæst við eignir sjóðanna á fyrri hluta þessa árs vegna slíks hreins inn­flæðis,” skrifar Jón Bjarki.

Þrír fjórðu hlutar eigna­vaxtar líf­eyris­sjóðanna var í er­lendu eigna­safni þeirra. Slíkar eignir námu 3.062 milljörðum króna í júní­lok en það svarar til tæp­lega 40% af heildar­eignum sjóðanna.

Frá árs­byrjun til júní­loka jókst virði slíkra eigna líf­eyris­sjóðanna um 319 milljarða og hlut­fallið af heildar­eignum hækkaði um tvær prósentur.

„Þar sem fremur litlar breytingar hafa orðið á gengi krónu frá ára­mótum skrifast þessi eigna­aukning að mestu á eigna­kaup og hækkun á virði þessa hluta eigna­safnsins,” skrifar Jón Bjarki.

Sam­kvæmt Seðla­bankanum námu hrein gjald­eyris­kaup líf­eyris­sjóða ríf­lega 36 milljörðum á fyrstu fimm mánuðum ársins sem sam­svarar 7,3 milljörðum í mánuði hverjum á tíma­bilinu.

Sam­kvæmt greiningar­deild Ís­lands­banka er það svipaður taktur og var að jafnaði í fyrra þegar gjald­eyris­kaupin námu 6,9 milljörðum en nokkru minna en árið 2022 þegar þau námu 8,4 milljörðum.

„Eftir stendur þá að lang­stærstur hluti aukningarinnar í slíkum eignum skrifast á verð­hækkun á al­þjóða­mörkuðum. Ó­líkt Ís­landi hefur árið 2023 í stórum dráttum verið gjöfult á er­lendum hluta­bréfa­mörkuðum, en lang­stærstur hluti er­lendra eigna líf­eyris­sjóðanna er ýmist í formi hlut­deildar­skír­teina í verð­bréfa­sjóðum eða beinnar eignar á er­lendum hluta­bréfum,” skrifar Jón Bjarki.