Godo og ferða­lausnirnar Booking Factory, Reserva og Caren hafa tekið höndum saman og munu fram­vegis starfa undir merkjum Fleka­skil ehf. (GODO). Þetta kemur fram í til­kynningu frá Godo.

„Við sam­eininguna verður til eitt öflugasta hug­búnaðar­fyrir­tæki landsins á sviði ferða­tækni,“ segir í til­kynningunni.

Ný­sköpunar­fyrir­tækið Godo hefur starfað á sviði ferða­tækni frá árinu 2013 og er nú með kjarna­starf­semi í 3 löndum.

Sam­kvæmt til­kynningunni munu lausnir Booking Factory, Reserva og Caren og þær þjónustur sem við­skipta­vinir hafa nýtt vera ó­breyttar.

„Það er okkur sönn á­nægja að bjóða Booking Factory, Reserva og Caren vel­komin til okkar. Með þessari sam­einingu erum við enn betur í stakk búin til þess að auka við vöru­fram­boðið í þágu ferða­þjónustunnar og styrkja þjónustu til við­skipta­vina,“ segir Sverrir Steinn Sverris­son stjórnar­for­maður Godo í til­kynningu.

Höfuð­stöðvar sam­einaðs fyrir­tækis verða frá og með 1. septem­ber 2023 í skrif­stofu­hús­næði Godo við Höfða­bakka 9a í Reykja­vík