Saltframleiðandinn Saltverk hagnaðist um 84 milljónir króna árið 2023 en árið áður nam hagnaður félagsins 47 milljónum.

Rekstrartekjur námu 480 milljónum og jukust um 99 milljónir milli ára. Rekstrargjöld námu 371 milljón og jukust um 49 milljónir.

Björn Steinar Jónsson er stofnandi og framkvæmdastjóri félagsins en hann á þriðjungshlut í því í gegnum félagið VIBS ehf. Dos ehf., félag Jóns Pálssonar, á einnig þriðjungshlut sem og Þarabakki ehf., félag Daníels Helgasonar.

Lykiltölur / Saltverk

2023 2022
Tekjur 480  381
Eignir 333  222
Eigið fé 203  119
Afkoma 84  47
- í milljónum króna

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.