Listagalleríið i8 Gallerí hagnaðist um 36 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 11 milljóna króna hagnað árið áður.
Rekstrartekjur námu 266 milljónum á árinu og hækkuðu um 64 milljónir milli ára. Eignir i8 námu 267 milljónum í lok árs 2023, en þær námu 236 milljónum árið áður. Eigið fé tvöfaldaðist á milli ára, fór úr 32 milljónum í 60 milljónir króna.
Lagt er til átta milljóna króna arðgreiðslu til hluthafanna Sigurðar Gísla Pálmasonar og Barkar Arnarsonar, sem eiga hvor helmings hlut í galleríinu.
Mæðginin Edda Jónsdóttir og Börkur Arnarson stofnuðu galleríið árið 1995 og skírðu það í höfuðið á götunni sem galleríið opnaði, Ingólfstræti 8. Galleríið fluttist á Tryggvagötu 16 árið 2010 og opnaði annað gallerí árið 2022 í Marshall-húsinu á Granda.
Sigurður Gísli Pálmason eignaðist hlut í galleríinu árið 2007 og á í dag helmingshlut í fyrirtækinu á móti Berki Arnarsyni.
i8 Gallerí
2022 |
---|
202 |
236 |
32 |
11 |