Goldman Sachs stefnir á að fækka starfsfólki um að minnsta kosti 400 manns á viðskiptabankasviði félagsins.
Þar að auki hafði bankinn stefnt að því að reka á bilinu 1-5% af vinnuafli bankans til að bregðast við óvissu í heimshagkerfinu.
Talið er að aðrir stórir bandarískir fjárfestingabankar á borð við Morgan Stanley, Citigroup, Wells Fargo og Barclays muni leggjast í sambærilegar hagræðingaraðgerðir.