PGA-golfkennarinn Margeir Vilhjálmsson vinnur nú hörðum höndum að nýju smáforriti sem kallast Golfnámskeið golfkennsluapp. Með smáforritinu hefur golfarinn aðgang að fjölda æfinga, námskeiða og fræðsluefnis.
Meðal námskeiða sem boðið er upp á eru grunnnámskeið í golfi, fyrstu handtökin fyrir byrjendur og spilkennsla. Smáforritið notast einnig við gervigreind til að svara spurningum golfara allan sólarhringinn
Margeir byrjaði að spila golf árið 1985, þá aðeins 13 ára gamall. Hann nam golfvallarfræði í Skotlandi, var einn sex þátttakenda í Gleneagles Golf Award Scheme og starfaði einnig sem framkvæmdastjóri hjá Golfklúbbi Reykjavíkur.
Á þeim tíma stýrði hann uppbyggingu golfvallarins á Korpúlfsstöðum og æfingasvæðisins Bása í Grafarholti. Margeir lauk PGA-golfkennaranámi árið 2021 og hefur starfað sem sjálfstætt starfandi golfkennari síðan 2020.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.