Google hefur fest kaup á 10% hlut í gervigreindarsprotanum Anthropic á 300 milljónir dala, eða sem nemur 43 milljörðum króna.

Anthropic var stofnað árið 2021 og hafði nú þegar safnað meira en 700 milljónum dala áður en Google kom til sögunnar.

Tæknirisarnir vestanhafs horfa nú í auknum mæli til fjárfestinga í gervigreindartækni. Microsoft á meðal annars í viðræðum um að fjárfesta fyrir 10 milljarða dala í OpenAI, sem þróar gervigreindartæknina ChatGPT.