Dow Jones vísi­talan fór yfir 40.000 stig í fyrsta sinn í sögunni í gær sam­hliða heil­brigðum hagnaði fyrir­tækja, hjaðnandi verð­bólgu og mikilli at­vinnu­þátt­töku vestan­hafs.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal hafa fjár­festar vestan­hafs sjaldan haft það jafn gott og nú.

Hluta­bréf fyrir­tækja í Dow Jones vísi­tölunni eru á skriði, tækni­fyrir­tækin eru að gera það gott, Bitcoin og aðrar raf­myntir eru að hækka sam­hliða því að gull og aðrir eðal­málmar eru í hæstu hæðum.

Á­hættu­fælnir fjár­festar eru einnig í á­gætum málum þar sem á­vöxtunar­krafa ríkis­skulda­bréfa er um 5% í Banda­ríkjunum sam­hliða því að kröfur á skulda­bréfum í rusl­flokki eru enn háar.

„Hluta­bréf í vaxta­fyrir­tækjum eru enn frekar hátt verð­lögð en restinn af markaðinum er það ekki,“ segir Ben Inker, for­stjóri fjár­festinga­fé­lagsins GMO, í sam­tali við WSJ.

Að hans mati hefur fjár­festinga­um­hverfið ekki verið jafn öflugt í 24 ár.

Ef síðustu sex mánuðir eru skoðaðir má sjá tölu­verðar hækkanir. Verð á kopar hefur hækkað um 31,7%, hluta­bréf í tækni­fyrir­tækjum hafa hækkað um 20,2% og verð á gulli hefur hækkað 20%.

Rus­sel 2000 vísi­talan sem fylgir minni og meðal­stórum fyrir­tækjum í Banda­ríkjunum hefur hækkað um 18,2% á meðan S&P 500 hefur hækkað um 17,5%.

Dow Jones vísi­talan hefur hækkað um 14,1% síðast­liðna sex mánuði og er sem fyrr segir í sögu­legum hæðum.