Heims­markaðs­verðið á silfri hefur hækkað um 34% frá árs­byrjun sem er meiri hækkun en hefur verið á gulli á árinu.

Inn­flæði í kaup­hallar­sjóðinn iS­hares Sil­ver Trust sem heldur á miklu magni af silfri er um 856 milljónir dala á árinu.

Á sama tíma hefur hluta­bréfa­verð Wheaton Precious Metal, sem námu- og vinnslu­heimildum fyrir gull og silfur, hækkað um 30% á árinu.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal hefur eftir­spurn eftir silfri verið mikil á árinu bæði fyrir skart­gripi og iðnað.

Að mati hags­muna­hópsins The Sil­ver Insti­tute mun eftir­spurnin verða meiri en fram­boðið innan við þriggja ára.

„Raf­væðing heimsins er að búa til bola­markað fyrir silfur,“ segir Michael DiRi­enzo fram­kvæmda­stjóri The Sil­ver Insti­tute í sam­tali við WSJ.