Heimsmarkaðsverðið á silfri hefur hækkað um 34% frá ársbyrjun sem er meiri hækkun en hefur verið á gulli á árinu.
Innflæði í kauphallarsjóðinn iShares Silver Trust sem heldur á miklu magni af silfri er um 856 milljónir dala á árinu.
Á sama tíma hefur hlutabréfaverð Wheaton Precious Metal, sem námu- og vinnsluheimildum fyrir gull og silfur, hækkað um 30% á árinu.
Samkvæmt The Wall Street Journal hefur eftirspurn eftir silfri verið mikil á árinu bæði fyrir skartgripi og iðnað.
Að mati hagsmunahópsins The Silver Institute mun eftirspurnin verða meiri en framboðið innan við þriggja ára.
„Rafvæðing heimsins er að búa til bolamarkað fyrir silfur,“ segir Michael DiRienzo framkvæmdastjóri The Silver Institute í samtali við WSJ.