Elísabet Reynisdóttir og Eyþór Arnar Ingvarsson eru stofnendur Coliva en þau fóru nýlega með hugmynd sína í frumkvöðlakeppni Gulleggsins. Þau hafa áður fyrr unnið saman að öðrum verkefnum en Elísabet er næringarfræðingur og Eyþór starfar sem hönnuður.

Hugmyndin um þessa tilteknu munnpúða er þó nýleg en hún spratt upp fyrir rúmum mánuði síðan. Þau segja að ferlið hafi hins vegar verið mjög skemmtilegt og hafa undanfarnar vikur farið í að tala við fjárfesta og lögfræðinga.

Eyþór segir að hann og Elísabet hafi fyrst kynnst fyrir rúmu ári síðan þegar þau byrjuðu að skrifa saman bókina Þú Ræður, bók sem fjallar um heildræna heilsu og bætta vellíðan. Eyþór var þá ritstjóri bókarinnar og hannaði hana að hluta til.

Eftir það fóru þau í annað verkefni sem tengdist vítamínlínu Elísabetar en hún rekur meðal annars Beta Nordic, fyrirtæki sem býður einnig upp á kollagenvörur. Þau voru þá með ýmsar nýsköpunarhugmyndir sem tengdust kollageni.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.