Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði Henný Hinz, Elínu Blöndal og Vilhjálm Egilsson í nefnd um gerð grænbókar um framtíðarumhverfi kjarasamninga og vinnumarkaðsmála haustið 2020.
Heimildir Viðskiptablaðsins herma að vinna nefndarinnar hefi legið niðri í langan tíma. Þegar forsætisráðherra var innt eftir því hvað liði störfum nefndarinnar, á þingi í lok febrúar í fyrra, sagði hún mikla tregðu hafa verið innan verkalýðshreyfingarinnar til að koma inn í samtalið.
Grænbókin var á meðal þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin lofaði til stuðnings Lífskjarasamningum.
„Stjórnvöld og heildarsamtök á vinnumarkaði vinni saman að gerð grænbókar um framtíðarumhverfi kjarasamninga og vinnumarkaðsmála. Grænbókin verði lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar áður en stefnumarkandi ákvarðanir verði teknar,“ sagði í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar.
Fréttin er hluti af lengri umfjöllun sem birtist í tölublaði Viðskiptablaðsins, sem kom út 2. febrúar.