Sölufélag garðyrkjumanna seldi fyrir ríflega 5 milljarða króna í fyrra. Rekstrartekjur samstæðunnar námu 5,4 milljörðum samanborið við 5,9 milljarða árið 2020. Í ársreikningi segir að samdráttinn megi að stærstum hluta rekja til breytinga á rekstri dótturfélagsins Í einum grænum, sem hætti dreifingarþjónustu fyrir ótengda aðila.
Hagnaður samstæðu Sölufélagsins nam 31 milljón króna í fyrra en árið 2020 hagnaðist félagið um 72 milljónir. Gunnlaugur Karlsson er framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjubænda.