Fimmtán af 22 skráðum félögum í Kauphöllinni eru græn eftir viðskipti dagsins. Þá hækkaði gengi hlutabréfa Origo mest í dag og nemur hækkunin 6,54%. Þar á eftir hækkaði Marel næst mest í dag eða um 4,11%. Heildarvelta á markaði nam 2,9 milljörðum króna í lok dags og Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,37%.
Gengi Reita lækkaði mest í dag eða um 1,12%, gengið stendur nú í 88 krónum á hlut og hefur lækkað um 6,88% á síðastliðnum mánuði.
Sjá einnig: Hækkanir á hlutabréfamörkuðum
Annar dagur Alvotech á First North markaði var í dag, gengi bréfanna lækkaði um 1,22% í 34 milljóna króna viðskiptum. Þá fagnar Play eins árs afmæli í dag en gengi bréfa Play lækkaði um 0,32% í 498 þúsund króna viðskiptum. Gengið stendur nú í 15,6 krónum á hlut og hefur lækkað um 19,38% á síðastliðnum mánuði.