Það var grænn dagur í Kauphöllinni í dag þegar 18 af 22 félögum hækkuðu í viðskiptum dagsins. Gengi bréfa Síldarvinnslunnar hækkað mest allra, um 4,2% í 380 milljón króna viðskiptum. Gengi félagsins, sem stendur í 125 krónum á hlut, hefur aldrei verið hærra en nú.

Brim hækkaði um 3,8% í 275 milljón króna viðskiptum. Þá hækkaði gengi bréfa Kviku banka um 3,3% í 150 milljóna viðskiptum. Fjarskiptafélagið Sýn tók við sér í dag eftir talsverðar gengislækkanir í vikunni og hækkaði gengi bréfa félagsins um 2,4% í 70 milljóna viðskiptum.

Heildarvelta á markaði nam 2,7 milljörðum króna. Mest velta var með bréf Marel, um 505 milljónir og þar á eftir kemur Arion með 430 milljóna veltu.

Eina félagið sem lækkaði í dag var Iceland Seafood, um 0,6% í óverulegum viðskiptum.