Lenovo eru í fararbroddi í kolefnisjöfnun búnaðar og hefur Origo í samstarfi við Lenovo kolefnisjafnað allar Think fyrirtækjatölvur sem hafa verið seldar eru frá miðju ári 2022. Sömuleiðis hafa allar nýjar Lenovo Yoga fartölvur verið kolefnisjafnaðar.

„Lenovo er stærsti tölvuframleiðandi í heimi og hefur því ríkar skyldur er varðar umhverfismál og sjálfbærni. Við hjá Origo viljum auka aðgengi viðskiptavina að kolefnisjöfnuðum notendabúnaði og þjónustu, minnka kolefnisfótspor seldra vara og vera efst í huga viðskiptavina þegar kemur að endingargóðum og umhverfisvænum valmöguleikum," segir Björn Gunnar Birgisson, vörustjóri Lenovo fyrirtækjabúnaðar hjá Origo. Þetta er í takt við stefnu stjórnvalda í sjálfbærni (UFS) og yfirlýsingar fjármálastofnana um að fyrirtæki sem ekki standa sig í sjálfbærnimálum eigi erfiðara með að fjármagna reksturinn í náinni framtíð.

Að sögn Björns er Lenovo í fararbroddi í kolefnisjöfnun búnaðar og hefur Origo í samstarfi við Lenovo kolefnisjafnað allar ThinkPad, ThinkStation og ThinkCentre fyrirtækjatölvur sem hafa verið seldar eru frá miðju ári 2022. Sömuleiðis hafa allar nýjar Lenovo Yoga fartölvur verið kolefnisjafnaðar. Origo getur einnig boðið fyrirtækjum að kaupa kolefnisjöfnun á annan Lenovo búnað eftir óskum hvers og eins og komið þeim í fremstu röð í sjálfbærni.

Grænni framleiðsla og förgun

„Lenovo er annt um umhverfið en fyrirtækið ætlar að leggja sitt af mörkum til þess að draga úr kolefnislosun. Stefnan er að minnka kolefnislosun um 50% fyrir árið 2030 og aðalmarkmiðið þeirra er að verða kolefnishlutlaust fyrirtæki fyrir árið 2050. Kolefnisjöfnun Lenovo fer í verkefni á vegum Sameinuðu þjóðanna þar sem leysa þarf mikilvæg umhverfismál í löndum og borgum um allan heim. Ferlið er vottað og rekjanlegt og má fletta upp raðnúmeri hverrar tölvu til þess að sjá hvernig kolefnisjöfnun hennar fór fram. Origo setur inn kolefnispor búnaðar á reikninga fyrirtækisins svo að viðskiptavinurinn getur séð á skýran hátt hvert sporið er og hversu mikið þarf að kolefnisjafna," segir Björn.

Lenovo hefur unnið markvisst að því að þróa nýjar framleiðsluaðferðir (m.a. lægra hitastig við lóðun tölvuhluta), lífbrjótanlegar umbúðir úr sykurmassa og bambus ásamt því að finna nýjar flutningsleiðir sem eru umhverfisvænni. Byggingarefni búnaðar verða endurvinnanlegri og því minna um frumplast og meira um endurnýtt plast þar sem þess þarf. Málmar eru valdir út frá umhverfissjónarmiðum og minnkuð notkun koltrefjaefna.

„Sem dæmi þá hætti Lenovo að nota límband til þess að loka umbúðum og sparaði um 54 tonn eða 20.000 km af límbandi á ári. Umfang annarra umbúða sem Lenovo hefur minnkað síðan 2008 nemur rúmum 3.300 tonnum sem er ekkert smáræði. Bambus og sykurreyr leysa pappa af hólmi, eru léttari og lífbrjótanleg efni sem ekki þarf að endurvinna heldur má molta eins og önnur lífræn efni. Þetta hefur einnig í för með sér að það kemst um 18% meira af búnaði í hverja sendingu sem sparar um 7% af koltvísýringi við flutning," segir Björn.

Hægt að sía niðurstöður í netverslun Origo

Origo hefur samið við fyrirtækið Foxway um förgun og endurnýjun á notuðum síma- og tölvubúnaði. Nú geta viðskiptavinir slegið upplýsingar um raftæki á borð við snjallsíma, spjaldtölvur, fartölvur, snjallúr og leikjatölvur inn í gagnagrunn á síðu Origo og fengið upplýsingar um hvort tækið sé hæft til endurnýtingar og hversu mikið fæst greitt fyrir tækið.

Að sögn Björns er nú hægt að sía niðurstöður í netverslun Origo eftir þeim umhverfisvottunum og stöðlum sem Lenovo tölvubúnaður uppfyllir.

„Þannig auðveldum við viðskiptavinum að taka upplýsta og ábyrga ákvörðun á sem stystum tíma. Jafnframt eru grænar áherslur dregnar fram í vörulýsingum og orkumerkingar framsettar í viðeigandi vöruflokkum. Það er því ljóst að framtíðin er grænni með Lenovo," segir hann ennfremur.