Íslenska tæknifyrirtækið GreenBytes hefur tilkynnt um einnar milljónar evra „pre-seed“ fjármögnun, eða sem nemur 142 milljónum króna. Fjármögnunin var leidd af Crowberry Capital en aðrir þátttakendur voru APX, vísisjóður frá Berlín og valdir englafjárfestar frá Þýskalandi.

GreenBytes stefnir á að nýta sér vélnám (e. machine learning) til að besta aðfangakeðju veitingastað. Sprotafyrirtækið segir að lausnin geti leitt til aukins hagnaðar hjá veitingastöðum, dregið úr matarsóun sem og minnkað kolefnisspori þeirra.

„Teymið stefnir á að nýta sér fjármögnunina til að koma GreenBytes vörunni frá MVP (e. minimum viable product) til MLP (e. minimum lovable product),“ segir í fréttatilkynningu. Greenbytes, sem starfar á Íslandi í dag, horfir einnig til þess að fara inn á þýska markaðinn.

GreenBytes, sem hefur höfuðstöðvar í Reykjavík, var stofnað af Renata Bade Barajas and Jillian Verbeurgt árið 2020 en báðar eru þær útskrifaðar úr meistaranámi HR í orkuverkfræði og hafa núna beint athygli sinni að matarsóun. Jillian og Renata hafa báðar reynslu af veitingageiranum.

„Við erum að byggja og þróa GreenBytes til að hjálpa veitingastöðum að draga úr rekstrarkostnaði, minnka matarsóun og auka sveigjanleika starfsmanna til að veita góða þjónustu og elda ljúffengan mat,” segja Jillian and Renata.

Helga Valfells og Svenja Harms hjá Crowberry Capital:

„Við höfum fylgst með GreenBytes teyminu frá stofnun og erum afar hrifin af þeirra framtíðarsýn og framkvæmdagetu. Við teljum að nú sé rétti tíminn fyrir veitingageirann að auka afkastagetu sína með aðstoð stafrænnar tækni og gervigreindar.”