Hagnaður eignarhaldsfélagsins Hólma nam tæplega 3 milljörðum króna í fyrra, samanborið við 4,1 milljarð árið 2022.
Aðaleign félagsins er 94,3% hlutur í móðurfélagi sjávarútvegsfélagsins Eskju en eignarhluturinn var bókfærður á ríflega 23 milljarða. Heildareignir námu 26,9 milljörðum og var eiginfjárhlutfall 99,95%.
Stjórn leggur til að greiddar verði 540 milljónir í arð en félagið er í eigu Þorsteins Kristjánssonar, forstjóra Eskju, og fjölskyldu.