Fyrirtækið Bag of fun sem heldur utan um rekstur Extraloppunnar greiddi út arð á árinu sem nemur 22 milljónum króna. Brynja Dan, áhrifavaldur, varaþingmaður Framsóknar og oddviti Framsóknar í Garðabæ er stofnandi Extraloppunar og fer með helmingshlut í fyrirtækinu á móti Andra Jónssyni.
Þá nam heildarvelta félagsins 92 milljónum króna árið 2021 samanborið við tæpum 80 milljónum árið 2020. En rekstrarniðurstaða félagsins var jákvæð um tæpar 7 milljónir. Þá jukust skuldir félagsins um tæpar 17 milljónir á milli ára en eigið fé lækkaði úr 23 milljónum árið 2020 í 8,5 milljónir 2021.
Extraloppan er staðsett í Smáralindinni og býður einstaklingum að leigja bás til að selja notuð föt en félagið tekur 15% þóknun af sölunni.