Molly ehf., sem er í eigu Alberts Þórs Magnús­sonar, eig­anda Lindex, greiddi 225 milljónir fyrir lóð í eigu Alexöndru Helgu Ívars­dóttur og knatt­spyrnu­mannsins Gylfa Þórs Sigurðs­sonar.

Þetta kemur fram í kaup­samningi en líkt og Við­skipta­blaðið greindi frá í fyrra settu hjónin lóðina á sölu síðasta sumar. Albert gekk frá kaupum á lóðinni undir lok síðasta árs.

Um 1.400 fer­metra lóð er við Máva­nes 5 á Arnar­nesinu í Garða­bæ en lóðin er með út­sýni yfir Arnar­nes­voginn og Sjá­lands­hverfið í Garða­bæ. Heimilt er að byggja 600 fer­metra hús á lóðinni.

Gylfi og Alexandra keyptu lóðina í júlí 2020 og var kaup­verðið 140 milljónir króna.

Lóðin snýr í suður og með útsýni yfir Arnar­nes­voginn og Sjá­lands­hverfið í Garða­bæ.
© Borg fasteignasala (BORG)