Molly ehf., sem er í eigu Alberts Þórs Magnússonar, eiganda Lindex, greiddi 225 milljónir fyrir lóð í eigu Alexöndru Helgu Ívarsdóttur og knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar.
Þetta kemur fram í kaupsamningi en líkt og Viðskiptablaðið greindi frá í fyrra settu hjónin lóðina á sölu síðasta sumar. Albert gekk frá kaupum á lóðinni undir lok síðasta árs.
Um 1.400 fermetra lóð er við Mávanes 5 á Arnarnesinu í Garðabæ en lóðin er með útsýni yfir Arnarnesvoginn og Sjálandshverfið í Garðabæ. Heimilt er að byggja 600 fermetra hús á lóðinni.
Gylfi og Alexandra keyptu lóðina í júlí 2020 og var kaupverðið 140 milljónir króna.

Lóðin snýr í suður og með útsýni yfir Arnarnesvoginn og Sjálandshverfið í Garðabæ.
© Borg fasteignasala (BORG)