Lögfræðingur Ragnars Þórissonar, sjóðsstjóra og stofnanda vogunarsjóðsins Boreas Capital, lagði fram greinargerð í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Það var Sérstakur saksóknari sem ákærði Ragnar nýverið fyrir skattsvik en honum er gefið að sök að hafa ekki talið fram 120 milljóna króna fjármagnstekjur árið 2007. Tekjurnar voru komnar til vegna uppgjörs tveggja framvirkra skiptasamninga við MP Banka. Ragnar hefði átt að greiða um 12 milljónir króna í skatt.
Ákæran á hendur Ragnari var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur seint í síðasta mánuði.
Að öllu óbreyttu er aðalmeðferð næsta skref í máli Ragnars. Hún er ekki komin á dagskrá héraðsdóms.