Heimilis­bók­hald Tim Walz, vara­for­seta­efnis Demó­krata­flokksins og JD Vance, vara­for­seta­efnis Repúblikana­flokksins, er á­líka ó­líkt og stjórn­mála­skoðanir þeirra.

Til að mynda á Walz engar fast­eignir og eru einu fjár­festingar hans tengdar líf­eyris­sjóðs­greiðslum. Vance er aftur á móti milljarða­mæringur sem á eignir vítt og breitt um Banda­ríkin.

The Wall Street Journal hefur tekið saman tekjur, eignir og fjár­festingar vara­for­seta­efna flokkanna tveggja sem sýnir gríðar­legan mun á per­sónu­legum auði þeirra.

Vara­for­seti Banda­ríkjanna fær 235 þúsund dali í árs­laun sem sam­svarar rúm­lega 32 milljónum króna á gengi dagsins. Yrði Walz kjörinn myndi það þýða um 50% launa­hækkun miðað við þau laun sem hann fær sem ríkis­stjóri Min­nesota.

Per­sónu­legur auður Tim Walz og eigin­konu hans, Gwen, er á­ætlaður á bilinu 112 til 330 þúsund dalir. Sam­kvæmt skatt­skýrslu þeirra hjóna frá árinu 2022 voru þau ekki með neinar fjár­magns­tekjur.

Vance er hins vegar með afar fjöl­breytt tekju­streymi en hann á hluta­bréf í meira en 100 fé­lögum, raf­myntir, gull og fast­eignir.

Þá fær hann einnig höfundar­réttar­greiðslur fyrir sjálfs­ævi­sögu sína Hill­billy Elegy en Net­flix gerði kvik­mynd byggða á bókinni árið 2020 sem Óskars­verð­launa­leik­stjórinn Ron Howard leik­stýrði.
Sam­kvæmt greiningu WSJ er á­ætlaður per­sónu­legur auður Vance og eigin­konu hans, Usha Chilukuri Vance, allt að 10 milljónir dala en fast­eignir þeirra hjóna eru þar undan­skildar.

Hvorki Vance né Walz hafa skilað inn fjár­hags­upp­lýsingum til FEC en vara­for­seta­efni hafa 30 daga frá til­nefningu til þess. Sam­kvæmt WSJ hefur Vance sótt um lengdan tíma­frest til að skila inn fjár­hags­upp­lýsingum sínum.

Ein­stak­lega hóg­vært heimilis­bók­hald

Saman­lagðar tekjur Tim og Gwen Walz árið 2022 voru 166.719 dalir fyrir skatt sem sam­svarar um 23 milljónum króna. Um 116 þúsund dalir af tekjum þeirra hjóna voru laun Tim Walz sem ríkis­stjóri Min­nesota en laun ríkis­stjórans hafa hækkað í 149.5500 dali síðan þá.

Rúm­lega 51 þúsund dalir komu frá Gwen Walz vegna verk­taka­greiðslna en hún starfar sem sér­stakur ráð­gjafi rektors við há­skólann í Augs­burg á­samt því að kenna.

Tim Walz
Tim Walz
© epa (epa)

Hjónin eiga einnig svo­kallaðan 529-reikning en slíkir reikningar eru nýttir til að safna fé fyrir skóla­gjöldum barna sinna. Sam­kvæmt gögnum frá 2019 voru allt að 15 þúsund dalir inni á þeim reikningi en börn þeirra hjóna eru 17 og 23 ára.

Hjónin seldu heimili sitt fyrir 300 þúsund dali árið 2019 er Tim var kjörinn ríkis­stjóri Min­nesota en ríkið sér ríkis­stjóranum fyrir hús­næðinu.

Olía, gull og fast­eignir

Tekjur JD Vance árið 2022 voru um 1,3 milljónir Banda­ríkja­dala sem sam­svarar um 180 milljónum.

Stór hluti tekna hans kom frá Narya Capi­tal Mana­gement en hann stofnaði fé­lagið árið 2019. Sam­kvæmt skatt­skýrslu Vance fékk hann um 945 þúsund dali í arð­greiðslu frá fé­laginu árið 2022 en fé­lagið greiddi honum einnig um 110 þúsund dali í laun.

Þá fékk hann 121 þúsund dali í höfundar­réttar­greiðslur frá HarperCollins. Leigu­tekjur hans voru um 65 þúsund dalir vegna fast­eignar í Was­hington D.C. Þá fékk hann um 34 þúsund dali í arð­greiðslur vegna hluta­bréfa­eignar og 102 þúsund dali í vaxta­tekjur.

Vance gaf ekki upp tekjur eigin­konu sinnar er hann skilaði inn fjár­hags­upp­lýsingum til banda­ríska þingsins árið 2022 en hún er lög­maður hjá Mun­ger Tolles & Ol­sen. Hún sagði hins vegar starfi sínu lausu eftir að Vance var til­nefndur sem vara­for­seta­efni Repúblikana­flokksins.

JD Vance
JD Vance
© epa (epa)

The Wall Street Journal á­ætlar að eignar­hluti Vance í ýmsum fé­lögum vegna fjár­festinga sinna megi verð­meta á bilinu 790 þúsund tali til 3,4 milljónir dala.

Verð­bréfa­safn Vance, sem inni­heldur meðal annars olíu og gull, er metið á bilinu 2 til 4,2 milljónir dala. Raf­mynta­safn hans er metið á 100 til 250 þúsund dali.

Þá eiga þau hjónin allt að 1,8 milljónir dala í hand­bært fé á reikningum sínum.

Hjónin eiga 1100 fer­metra ein­býlis­hús í D.C. sem þau keyptu fyrir 590 þúsund dali árið 2014 og leigja út. Þau eiga einnig fimm her­bergja ein­býlis­hús í Cincinatti sem þau keyptu fyrir 1,4 milljónir dala árið 2018.

Hluta­fé­lag í 100% eigu þeirra hjóna keypti síðan 2500 fer­metra ein­býlis­hús í Alexandria í Virginíu­ríki fyrir 1,6 milljónir dala í fyrra. Sam­kvæmt WSJ stofnuðu hjónin fé­lagið sér­stak­lega til að kaupa eignina en þau borga þannig lægri fast­eigna­skatt en ella.