Bandaríska grínsíðan The Onion, sem sérhæfir sig í spaugilegum platfréttum, hefur tilkynnt að hún muni kaupa gömlu vefsíðu Alex Jones, Infowars. Sú síða fór á uppboð og náði því Onion að tryggja sér slóðina fyrir komandi framtíð.
The Onion hefur ekki gefið upp upphæðina sem fór í kaupin en segir að tilboð þeirra hafi notið stuðnings frá þeim fjölskyldum sem misstu börn í Sandy Hook-skotárásinni sem fengu jafnframt 1,4 milljarða dala í skaðabætur frá Jones í meiðyrðamáli.
Samkvæmt WSJ segist umsjónarmaður í gjaldþrotamáli Alex Jones að sölunni verði lokið fyrir 30. nóvember nk.
„The Onion er stolt af því að eignast Infowars og við hlökkum til að halda áfram sögulegri hefð að hræða notendur með lygum þar til þeir byrja að gefa frá sér pening. Eða Bitcoin. Við tökum líka við Bitcoin,“ segir Ben Collins, forstjóri Onion.