Verð­bólgu­þrýstingurinn í Banda­ríkjunum hélt á­fram að minnka milli mánaða og eru allar líkur á því að seðla­bankinn sjái hag sinn í að halda stýri­vöxtum ó­breyttum í septem­ber.

Vísi­tala neyslu­verðs hækkaði um 0,2% milli júní og júlí sam­kvæmt vinnu­mála­ráðu­neyti Banda­ríkjanna. Verð­bólgan hækkaði úr 3% í 3,2% sem hag­fræðingar segja að sé innan skekkju­marka þar sem verð­bólga var ó­venju lág í júlí 2022.

Kjarna­verð­bólga, sem undan­skilur sveiflu­kennda vöru­flokka í mat­væla- og orku­geiranum, lækkaði úr 4,8% í 4,7% milli mánaða.

Þriggja mánaða kjarna­verð­bólga á árs­grund­velli lækkaði hins vegar niður í 3,1% úr 5% í maí og hefur hún ekki verið lægri í tvö ár.

Svo virðist sem Banda­ríkja­mönnum sé að takast það sem hag­fræðingar sögðu að væri ó­mögu­legt. Ná verð­bólgunni niður án þess að kæla efna­haginn um of.

Laur­ence Meyer, sem sat í peninga­stefnu­nefnd banda­ríska seðla­bankans frá 1996 til 2002, er gáttaður á árangrinum.

„Guð minn góður, þetta er ó­trú­legt,“ er haft eftir Meyer í The Wall Street Journal í dag. „Það er al­gjör­lega engin spurning að kjarna­verð­bólgan sé að lækka hraðar en seðla­bankinn átti von á,“ bætir stór­orður Meyer við.

Í júní voru hag­fræðingar og fjár­festar sam­mála um að seðla­bankinn myndi hækka vexti í septem­ber og yrðu megin­vextir bankans á bilinu 5,5 til 5,75%.

Nú virðast allir sam­mála um að það sé ó­þarfi að hækka vexti og er talið lík­legt að seðla­bankinn haldi þeim ó­breyttum í 5,25 og 5,5%.

„Ég er sann­færð um að við séum á þeim stað að við þurfum að vera þolin­móð og halda vöxtum ó­breyttum,“ segir seðla­banka­stjóri seðla­bankans í Phila­delphia.

„Eins og ég les gögnin erum við á þeim stað eða að nálgast þann stað þar sem hamlandi á­hrif peninga­stefnunnar séu nægi­leg,“ segir Susan Collins seðla­banka­stjóri seðla­bankans í Boston.

Húsnæðisliðurinn 90% af heildarhækkun

Hús­næðis­verð í Banda­ríkjunum hækkaði um 0,4% milli mánaða í júlí og bar á­byrgð á 90% af heildar­hækkun vísi­tölu neyslu­verðs. Hús­næðis- og leigu­verð hefur hins vegar verið að lækka í saman­burði við stöðuna í byrjun árs en það tekur tíma fyrir það að hafa á­hrif á verð­bólgu­mælingar, segir Kat­hy Bostjancic, aðal­hag­fræðingur Nationwi­de Mutu­al.

Hún býst við því að hús­næðis­verð muni lækka á komandi mánuðum og hafa já­kvæð á hrif á verð­bólguna.

Litlar hreyfingar á markaði

Verð á notuðum bílum lækkaði um 1,3% milli mánaða eftir miklar hækkanir þegar heims­far­aldrinum lauk. Orku­verð hækkaði um 0,1% og tryggingar á öku­tækjum um 2%.

Hluta­bréf í Banda­ríkjunum hækkuðu lítil­lega á markaði í gær þrátt fyrir já­kvæðar verð­bólgu­tölur. S&P 500 vísi­talan fór upp um minna en 0,1%, Dow Jones um 0,2% og Nas­daq um 0,1%.