Guðbjörg Matthíasdóttir og synir hennar fjórir - Einar, Kristinn, Magnús og Sigurður - voru samanlagt með rétt tæplega þrjá milljarða í fjármagnstekjur árið 2023, samkvæmt upplýsingum úr álagningarskrá ríkisskattsstjóra.

Guðbjörg Matthíasdóttir og synir hennar fjórir - Einar, Kristinn, Magnús og Sigurður - voru samanlagt með rétt tæplega þrjá milljarða í fjármagnstekjur árið 2023, samkvæmt upplýsingum úr álagningarskrá ríkisskattsstjóra.

Fjölskyldan þynnti hlut sinn í félaginu þegar það var skráð á aðalmarkað Kauphallarinnar í desember 2023. Fyrir skráningu fóru þau með 57,8% hlut í Ísfélaginu í gegnum ÍV fjárfestingafélag en hlutur þeirra fór niður í 49,1% eftir skráningu.

Guðbjörg á 11,3% í ÍV fjárfestingafélagi en synir hennar fara með 22,1% hver. Fjármagnstekjur Guðbjargar námu 395 milljónum króna en Einar, Kristinn, Magnús og Sigurður voru með um 640 milljónir hvor.

ÍV fjárfestingafélag hagnaðist um 22,3 milljarða króna í fyrra, samanborið við 6,7 milljarða árið 2022. Móðurfélagið Fram ehf. greiddi út tæplega þrjá milljarða króna með lækkun hlutafjár í fyrra.

Tveir aðrir stórir hluthafar Ísfélagsins rata á lista yfir 150 fjármagnstekjuhæstu Íslendingana. Annars vegar var Gunnar Sigvaldason, sem á í dag 6,3% í Ísfélaginu, með 335 milljónir í fjármagnstekjur. Hins vegar var Svavar Berg Magnússon, sem á 3,2% hlut í félaginu, með 195 milljónir.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast listann yfir 150 fjármagnstekjuhæstu einstaklingana árið 2023 í heild hér.