Guðjón Auðunsson, fráfarandi forstjóri Reita fasteignafélags, og Gylfi Ólafsson, fyrrum forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, bjóða sig fram til stjórnar Festi. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar en framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs er liðinn. Aðalfundur félagsins fer fram 6. mars.

Guðjón Auðunsson, fráfarandi forstjóri Reita fasteignafélags, og Gylfi Ólafsson, fyrrum forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, bjóða sig fram til stjórnar Festi. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar en framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs er liðinn. Aðalfundur félagsins fer fram 6. mars.

Hluthafar Festi munu kjósa á milli sjö frambjóðenda, þar á meðal fjögurra sitjandi stjórnarmanna.

Magnús Júlíusson, sem tók sæti í stjórn félagsins á hluthafafundi í júlí 2022, hafi ákveðið að sækjast ekki eftir áframhaldandi stjórnarsetu.

Tilnefningarnefnd Festi lagði til að Þórður Már Jóhannesson, fyrrum stjórnarformaður smásölufyrirtækisins, verði kjörinn aftur í stjórn félagsins.

Tveir stærstu hluthafar félagsins, LSR og Brú lífeyrissjóður lýstu því yfir í svari við fyrirspurn Heimildarinnar að þeir væru óánægðir með tilnefningu Þórðar Más. Brú sagðist vera mótfallin því að Þórður Már tæki aftur sæti í stjórn félagsins.

Margrét og Sigurlína sjálfkjörnar

Í skýrslu tilnefningarnefndar kom fram að tíu framboð hefðu borist til umfjöllunar hjá nefndinni. Nú er ljóst að hluthafar munu velja á milli eftirfarandi sjö frambjóðenda:

  • Guðjón Reynisson, stjórnarformaður
  • Sigurlína Ingvarsdóttir, varaformaður
  • Hjörleifur Pálsson, stjórnarmaður
  • Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarmaður
  • Guðjón Auðunsson
  • Gylfi Ólafsson
  • Þórður Már Jóhannesson

Með hliðsjón af lagaákvæðum um kynjakvóta er ljóst að Margrét og Sigurlína eru sjálfkjörnar í stjórn félagsins. Hluthafar Festi munu því í raun kjósa um hvaða þrír af fimm körlum í framboði verða kjörnir í stjórn.