Guð­laugur Þór Þórðar­son um­hverfis­ráð­herra hefur sent frum­varp til um­sagnar sem myndi sam­eina tíu ríkis­stofnanir í þrjár stærri stofnanir. Stofnanir ráðu­neytisins eru í dag 13 með um 600 starfs­menn á um 40 starfs­stöðvum víða um land.

„Um er að ræða á­form um sam­einingu tíu stofnana í þrjár öflugar stofnanir, Náttúru­verndar- og minja­stofnun, Náttúru­vísinda­stofnun og Lofts­lags­stofnun. Megin­á­hersla er lögð á að tryggja á­fram fyrir­liggjandi mann­auð og þekkingu og að starfs­fólk njóti for­gangs til nýrra starfa,” segir í á­formum um laga­setninguna.

Ekki gert ráð fyrir auknum útgjöldum

Greiningar­vinnan hófst á fundi með for­stöðu­mönnum í júní 2022 og lauk með greinar­gerð stýri­hóps (frum­at­hugun) til ráð­herra í desember 2022 með til­lögum um breytingar á stofnana­skipu­lagi.

„Gert er ráð fyrir skýrum kjarna í starf­semi hverrar stofnunar og lögð á­hersla á sveigjan­leika í til­færslum verk­efna milli stofnana til að auka árangur, skil­virkni og hag­ræðingu.“

Þar segir einnig að ekki er gert ráð fyrir auknum út­gjöldum vegna laga­setningarinnar en vonast er eftir að hag­ræðingin muni skila hag­kvæmi til lengri tíma. Ekki er gert ráð fyrir auknum út­gjöldum vegna laga­setningarinnar.

„Al­mennt sýnir reynsla að hag­ræðing sem hlýst af sam­einingum stofnana sé í kringum 7% og er það talið var­lega á­ætlað miðað við verk­efnið sem hér um ræðir.,“ segir í á­formunum.

Sam­kvæmt breytingunni yrði mála­flokkum ráðu­neytisins skipt svo á þrjár stofnanir:

  • Náttúru­verndar- og minja­stofnun (Vatna­jökuls­þjóð­garður, Þjóð­garðurinn á Þing­völlum, náttúru­verndar­svið Um­hverfis­stofnunar og Minja­stofnun)
  • Náttúru­vísinda­stofnun (Náttúru­fræði­stofnun Ís­lands, Náttúru­rann­sóknar­mið­stöðin við Mý­vatn (RAMÝ),Veður­stofa Ís­lands, Land­mælingar Ís­lands og ÍSOR)
  • Lofts­lags­stofnun (Orku­stofnun og Um­hverfis­stofnun)

Ef frum­varpið verður sam­þykkt er gert ráð fyrir að breytingin taki gildi hálfu ári seinna.