Guð­mundur Kristjáns­son for­stjóri Brims sendir skýr skila­boð til stjórn­valda þar sem hann varar við því að fyrir­hugaðar laga­breytingar geti haft al­var­legar af­leiðingar fyrir framtíð ís­lensks sjávarút­vegs.

„Í augna­blikinu eru dökkar horfur fyrir ís­lensk sjávarút­vegs­fyrir­tæki ef frum­vörp ríkis­stjórnarinnar sem nú liggja fyrir Alþingi verða samþykkt óbreytt,“ segir Guð­mundur í til­kynningu sem fylgdi árs­hluta­upp­gjöri félagsins.

Tekjur Brims á fyrsta árs­fjórðungi námu 101,4 milljónum evra, saman­borið við 94,5 milljónir evra árið áður.

Fjár­hags­leg niður­staða árs­fjórðungsins skilar sér í 9,64% ávöxtun á bók­færðu eigin fé á síðustu 12 mánuðum á sama tíma og verðbólga hefur verið að meðaltali 4,2%.

Hagnaður tíma­bilsins var 7,6 milljónir evra, sem sam­svarar rúm­lega 1,1 milljarði ís­lenskra króna á meðal­gengi tíma­bilsins. EBITDA var 14,9 milljónir evra, eða 14,7% af tekjum.

Þrátt fyrir jákvæðar fjár­hags­legar niður­stöður bendir Guð­mundur á að rekstrar­um­hverfi sjávarút­vegsins geti breyst veru­lega verði tvö frum­vörp ríkis­stjórnarinnar samþykkt óbreytt:

„Eðli­leg krafa að sitja við sama borð“

Frum­varp um hækkun veiði­gjalda, sem hefði þýtt allt að 125% hærra veiði­gjald fyrir Brim á grunni aflans 2024.

Guðmundur bendir einnig á að fyrir liggur frum­varp um tengda aðila í sjávarút­vegi sem er „á skjön við það sem al­mennt gildir í ís­lensku at­vinnulífi“ og tak­markar sér­stak­lega skráð sjávarút­vegs­fyrir­tæki.

„Það er eðli­leg krafa að fyrir­tæki í sjávarút­vegi sitji við sama borð og önnur fyrir­tæki þegar kemur að sköttum og starfs­um­hverfi,“ segir Guð­mundur og varar við því að ósam­keppnis­hæft um­hverfi geti „dregið úr getu þeirra til að vaxa og eflast í alþjóð­legri sam­keppni.“

Bol­fisk­veiðar gengu ágæt­lega og afli nam um 14 þúsund tonnum, saman­borið við 11 þúsund tonn í fyrra.

Sala á ferskum karfa­afurðum jókst á milli ára, en loðnu­brestur annað árið í röð hafði áhrif á veiðar og vinnslu.

Kol­munna­veiðar skiluðu 18 þúsund tonna afla, en aðeins um 850 tonnum af loðnu var landað í lok febrúar. Verð á lýsi lækkaði milli ára.

Heildar­eignir félagsins voru 971 milljón evra í lok mars.

Eigin­fjár­hlut­fall stendur sterkt í 49,1% og hand­bært fé frá rekstri nam 22,5 milljónum evra. Markaðsvirði félagsins var 128,6 milljarðar króna í lok fjórðungs og fjöldi hlut­hafa 1.661.