Guðrún Haf­steins­dóttir, þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins, hefur ákveðið að boða til fundar í Salnum í Kópa­vogi á laugar­daginn klukkan 14:00.

„Nú styttist óðum í að Sjálf­stæðis­menn komi saman á lands­fundi til að skerpa á stefnu flokksins og velja sér nýja for­ystu. Þar munum við ræða um framtíðina, frelsi ein­stak­lingsins og hvernig við tryggjum sterkt og frjálst sam­félag til hags­bóta fyrir alla lands­menn,“ skrifar Guðrún á Face­book.

Hún segir að eftir ára­tuga­starf í at­vinnulífinu fann hún „köllun til að bjóða fram krafta“ sína í þeirri við­leitni að móta ís­lenskt sam­félag.

„Sú veg­ferð hefur verið krefjandi, lær­dóms­rík og gefandi. Ég hef notið hverrar stundar og hef lagt mig fram um að standa vörð um þau grunn­gildi sem við sjálf­stæðis­menn trúum á – frelsi, jafn­rétti og rétt ein­stak­linga til að nýta krafta sína til fulls.

Á þessum tímamótum í Sjálfstæðisflokknum tel ég rétt að taka samtal við flokksfélaga mína, en mér þætti vænt um að sjá ykkur og eiga með ykkur góða stund í Salnum í Kópavogi á laugardaginn kemur, 8 febrúar, klukkan 14,“ skrifar Guðrún.