Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, tekur við embætti dómsmálaráðherra á morgun af Jóni Gunnarssyni. Jón hefur gegnt embættinu frá því eftir síðustu þingkosningar haustið 2021. Greint var frá þessu að þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins loknum sem fram fór fyrr í dag. Hún mun formlega taka við embættinu á ríkisráðsfundi á morgun.

Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, tekur við embætti dómsmálaráðherra á morgun af Jóni Gunnarssyni. Jón hefur gegnt embættinu frá því eftir síðustu þingkosningar haustið 2021. Greint var frá þessu að þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins loknum sem fram fór fyrr í dag. Hún mun formlega taka við embættinu á ríkisráðsfundi á morgun.

Guðrún hefur setið á Alþingi síðan haustið 2021 og er fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis. Á tíma sínum á þingi hefur hún verið formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, auk þess að eiga sæti í velferðarnefnd.

Er sitjandi ríkisstjórn var mynduð haustið 2021 var greint frá því að Guðrún myndi setjast í ráðherrastól að einu og hálfu ári liðnu. Líklegast var talið að hún tæki við embætti dómsmálaráðherra af Jóni, sem nú er að verða raunin.