Ekkert lát virðist vera á hækkunum málm­leitar­fé­lagsins Amaroq Minerals í Kaup­höllinni en gengi fé­lagsins hefur hækkað um rúm 2% í morgun í 436 milljón króna við­skiptum.

Hluta­bréfa­verð Amaroq, sem heldur á víð­tækum rann­sóknar- og vinnslu­heimildum á Græn­landi, hefur hækkað um 11% frá því að fé­lagið var skráð á aðal­markað í lok septem­ber­mánaðar en gengið hefur farið úr 99 krónum í 110,5 krónur.

Ekkert lát virðist vera á hækkunum málm­leitar­fé­lagsins Amaroq Minerals í Kaup­höllinni en gengi fé­lagsins hefur hækkað um rúm 2% í morgun í 436 milljón króna við­skiptum.

Hluta­bréfa­verð Amaroq, sem heldur á víð­tækum rann­sóknar- og vinnslu­heimildum á Græn­landi, hefur hækkað um 11% frá því að fé­lagið var skráð á aðal­markað í lok septem­ber­mánaðar en gengið hefur farið úr 99 krónum í 110,5 krónur.

Yfir 40% hækkun á árinu

Hluta­bréf Amaroq leiða hækkanir í Kaup­höllinni í ár en fé­lagið hefur hækkað um 40% á árinu. Hluta­bréf Öl­gerðarinnar fylgja þar á eftir með 27% hækkun á árinu.

Gengi Amaroq stóð í 70,5 krónum fyrir ári síðan og hefur gengið því hækkað um 56% á einu ári.

Verð á fram­virkum samningum með gull hafa hækkað veru­lega síðustu daga og fór verð á únsu af gulli fór yfir 2.111 dali í gær sem er það hæsta í sögunni.

Verðið gaf ör­lítið eftir með deginum og stendur únsan í 2.044 dölum í dag.

Byrja að sækja gull á næsta ári

Til­rauna­boranir Amaroq í sex bor­holum í Græn­landi skiluðu ný­verið hæsta gull­magni í sögu fé­lagsins en fé­lagið fann meðal annars nýja gull­æð sem er með 256 grömm af gulli í hverju tonni.

Sam­kvæmt því sem Við­skipta­blaðið kemst næst telst þetta gríðar­lega mikið magn af gulli per tonn þrátt fyrir að um sé að ræða neðan­jarðar­námu þar sem gull­styrkurinn er oft hærri en kostnaðurinn við að sækja gullið meiri.

Eldur Ólafs­son, stofnandi og fram­kvæmda­stjóri Amaroq, sagði í sam­tali við Við­skipta­blaðið í nóvember að fé­lagið vænti þess að byrja sækja gull úr námunni á fyrsta fjórðungi næsta árs.

Hann gat ekki sagt til um hve­nær fé­lagið muni fram­leiða sína fyrstu únsu af gulli en það verður til­kynnt á næsta ári.