Óli Björn Kára­son, þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins, segir ríkis­stjórnina vera með gullið tæki­færi í höndunum til að stuðla að víð­tækri þátt­töku al­mennings í at­vinnu­lífinu í að­draganda sölu hluta­bréfa í Ís­lands­banka.

Í Morgun­blaðinu í dag skrifar Óli að öllum megi vera ljóst hve mikil­vægt það er að vel takist til við sölu á eignar­hlutum ríkisins í Ís­lands­banka.

„Fyrir ríkis­stjórnina og stjórnar­flokkana er það pólitískt nauð­syn­legt að fram­kvæmd sölunnar verði hnökra­laus. Fyrir þróun fjár­mála­markaðarins skiptir miklu að salan verði til að efla traust al­mennings á fjár­mála­markaðinum í heild sinni og á hluta­bréfa­markaðinum sér­stak­lega,“ skrifar Óli.

Hann vill hins vegar að ríkis­stjórnin setji markið hærra en að sala hluta­bréfanna takist með skil­virkum hætti þannig að ekki myndist jarð­vegur fyrir tor­tryggni eða van­traust.

„Mark­miðið á að vera að ryðja braut fyrir allan al­menning til að taka þátt í út­boðinu. Í frumút­boði á 35% hlut ríkisins í Ís­lands­banka í júní 2021 eignuðust yfir 23 þúsund ein­staklingar hlut í bankanum. Bankinn varð þar með fjöl­mennasta al­mennings­hluta­fé­lag landsins. Sam­kvæmt upp­lýsingum sem komu fram í um­sögn Nas­daq á Ís­landi um frum­varpið um sölu Ís­lands­banka­bréfanna tæp­lega fjór­faldaðist fjöldi þeirra ein­stak­linga sem eiga skráð hluta­bréf frá 2019 til 2023,“ skrifar Óli.

Hann bendir á að á liðnu ári áttu tæp­lega 31 þúsund ein­staklingar skráð bréf.

„Þróunin hefur því verið í rétta átt. Fleiri ein­staklingar hafa, með beinum hætti, tekið þátt í fjár­mögnun at­vinnu­lífsins með þátt­töku á hluta­bréfa­markaði og um leið gert hann skil­virkari. En það er langt í land. Mark­miðið á að vera að allt ís­lenskt launa­fólk öðlist fjár­hags­legt svig­rúm til að fjár­festa í hluta­bréfum – ekki síst skráðum bréfum. Í að­draganda að sölu hluta­bréfanna í Ís­lands­banka hefur ríkis­stjórnin gullið tæki­færi til að stuðla að víð­tækri þátt­töku al­mennings í at­vinnu­lífinu með kaupum á skráðum hluta­bréfum,“ skrifar Óli.

Hann segir að það sé alls ekki ó­raun­sætt mark­mið að fjöldi ein­stak­linga sem eiga hluta­bréf verði milli 50 og 60 þúsund áður en árið 2025 er úti.

Að mati Óla er besta leiðin til að ná þessu mark­miði með því að veita ein­stak­lingum skatta­legar í­vilnanir með þeim hætti að hægt sé að draga frá tekju­skatti kaup á skráðum hluta­bréfum og hlut­deildar­skír­teinum verð­bréfa- og hluta­bréfa­sjóða. Þannig opnist mögu­leikar fyrir launa­fólk til að byggja enn frekar upp eigna­stöðu sína og setja nýja stoð undir eigið fjár­hags­legt sjálf­stæði.

„Ég hef nokkrum sinnum lagt fram frum­varp þessa efnis á­samt nokkrum fé­lögum mínum í þing­flokki Sjálf­stæðis­flokksins. Í greinar­gerð er því haldið fram að skatt­af­sláttur vegna hluta­bréfa­kaupa hvetji til aukins sparnaðar af hálfu heimila á­samt því að búa til meiri dýpt á markaði með fjölgun þátt­tak­enda og því fjár­magni sem þeim fylgir,“ skrifar Óli.

Í greinar­gerð frum­varpsins segir að „skatt­af­slátturinn hvetur heimilin til þátt­töku í at­vinnu­rekstri og tvinnar því saman hags­muni þeirra og at­vinnu­lífs, sem leitt getur til meiri með­vitundar meðal al­mennings um stöðu hag­kerfisins og þær af­leiðingar sem breytingar í rekstrar­um­hverfi fyrir­tækja, t.d. skatt­breytingar eða al­menn launa­þróun, kunna að hafa í för með sér.“

„Þing­manna­frum­vörp eiga yfir­leitt ekki greiða leið í gegnum þingið – ó­líkt stjórnar­frum­vörpum. Sé það vilji ríkis­stjórnarinnar að stuðla að þátt­töku al­mennings í út­boði á bréfum Ís­lands­banka og al­mennt á hluta­bréfa­markaðinum, hlýtur inn­leiðing á al­mennum hluta­bréfa­af­slætti að verða eitt af for­gangs­málum á komandi vetri. Ég hef á­stæðu til að ætla að frum­varp þessa efnis njóti stuðnings fleiri en stjórnar­þing­manna,“ skrifar Óli.