Ítalska há­tísku­merkið Golden Goose verður skráð í Kaup­höllina í Mílanó í næsta mánuði en sam­kvæmt Financial Times verður skráningin nýjasta próf­raunin fyrir frumút­boð í Evrópu.

Golden Goose, sem er meðal annars vin­sælt hjá stór­stjörnum eins og Taylor Swift og Selenu Gomez, er í eigu breska eigna­stýringa­fyrir­tækisins Permira.

Sam­hliða skráningunni mun fé­lagið fara í 100 milljóna evra hluta­fjár­út­boð sem hefst í júní­mánuði en fyrir­tækið hyggst nýta fjár­magnið í að greiða niður skuldir og styrkja fjár­hags­stöðu sína.

Sam­kvæmt FT er mikil eftir­vænting eftir skráningu fyrir­tækisins þrátt fyrir að hægst hafi veru­lega á tekjum há­tísku­fyrir­tækja.

Strigaskór Golden Goose
Strigaskór Golden Goose

Golden Goose er hvað þekktast fyrir að selja „skítuga“ striga­skó sem kosta 500 evrur eða um 74 þúsund krónur á gengi dagsins.

Tekjur fyrir­tækisins námu 587 milljónum evra í fyrra sem sam­svarar um 87 milljörðum króna en tekju­spá fyrir­tækisins gerir ráð fyrir að tekjurnar fyrir yfir milljarð evra árið 2029.

Sil­vio Campara for­stjóri segir að skráning sé næsta eðli­lega skrefið fyrir fyrir­tækið ætli það að stækka enn frekar.