Verð á fram­virkum samningum með gull héldu á­fram að hækka í morgun eftir miklar hækkanir fyrir helgi.

Verð á únsu af gulli fór yfir 2.111 dali í morgun og hefur aldrei verið hærra áður en verðið gaf ör­lítið eftir þegar leið á daginn.

Sam­kvæmt Financial Timesmá rekja hækkunina síðast­liðinn mánuð til lækkandi á­vöxtunar­kröfu ríkis­skulda­bréfa til tíu ára. Krafan stendur í 4,239% þegar þetta er skrifað en fór yfir 5% í lok októ­ber.

Á sama tíma eru væntingar um að Seðla­banki Banda­ríkjanna hafi lokið vaxta­hækkunar­ferli sínu á­samt því að Banda­ríkja­dalur hefur verið að veikjast.

Að mati FT má einnig rekja aukin gull­kaup til á­taka í Mið­austur­löndum en fjár­festar eru sagðir vera verja sig gagn­vart ó­vissu vegna á­takanna.