Gunnars ehf., sem framleiðir Gunnars majónes, er enn í opnu söluferli þrátt fyrir áhuga erlends fyrirtækis eins og Viðskiptablaðið greindi frá á dögunum.

Gunnars ehf., sem framleiðir Gunnars majónes, er enn í opnu söluferli þrátt fyrir áhuga erlends fyrirtækis eins og Viðskiptablaðið greindi frá á dögunum.

„Það hefur ekki enn verið gengið frá sölu félagsins til erlends aðila þótt sá sé mjög áhugasamur. Það hefur alltaf verið von eiganda Gunnars ehf. að félagið haldi áfram að vera í eigu innlendra aðila enda um rótgróið, íslenskt vörumerki að ræða sem allir þekkja,” segir Sævar Þór Jónsson, lögmaður Gunnars ehf.

Að sögn Sævars Þórs eru margir aðilar áhugasamir um félagið en eiganda félagsins er umhugað að það verði starfrækt áfram undir merkjum íslenskrar framleiðslu.

Greint var frá því í síðustu viku að erlendir aðilar hafi sett sig í samband við lögmann Gunnars majónes vegna áhuga um kaup á fyrirtækinu. Sævar Þór gat ekki greint frá því hver aðilinn var en sagði að fyrirtækið væri evrópskt og sérhæfði sig í matvælaframleiðslu.