Á­kvörðun peninga­stefnu­nefndar Seðla­banka Ís­lands um að hækka stýri­vexti um 1,25 prósentur hefur farið mis­vel í landann í dag, ef marka má sam­fé­lags­miðla. Verð­bólgan virðist ætla vera þrá­lát og hafa vaxta­hækkanir ekki skilað miklum árangri hingað til.

Margir hafa beint reiði sinni að ríkis­stjórninni í morgun og kallað eftir meiri að­haldi í ríkis­fjár­málum.

Reiði net­verja ríma vel við um­mæli Jóns Bjarka Bents­sonar, aðal­hag­fræðings Ís­lands­banka, í Við­skipta­blaðinu í dag. Þar segir hann að að­hald í opin­berum fjár­málum myndi breyta miklu í bar­áttunni við verð­bólguna.

Að­gerðar­leysi í þessum efnum er slegið upp í grín af mörgum þó sumir taki mál­efninu að ögn meiri al­vöru.