Slakanir á samkomutakmörkunum víðs vegar um heim leiddi til þess að viðskiptavinir Amazon eyddu tíma sínum í auknum mæli „að gera aðra hluti en að versla,“ að sögn fyrirtækisins. Tekjur Amazon voru undir væntingum annan ársfjórðunginn í röð, samkvæmt Financial Times .

Hagnaður netrisans hækkaði um helming milli ára og var 7,8 milljarðar dala á fjórðungnum. Amazon varaði hluthafa við að hagnaður félagsins myndi líklega verða minni á þriðja ársfjórðungi heldur en á sama tíma í fyrra.

Heildartekjur Amazon jukust um 27% milli ára og námu 113 milljörðum dala en greiningaraðilar höfðu spáð fyrir um að tekjur fyriirtækisins yrðu 115 milljarðar.

Tekjur Amazon af vefverslun sinni jukust um 15% milli ára þrátt fyrir að hafa fært Prime Day útsölurnar fram um nokkra mánuði og haldið þær í júní. Fjármálastjóri fyrirtækisins sagði að hluti af ástæðunni fyrir minni tekjuvexti væri að annar fjórðungur 2020 var einkum sterkur vegna mikillar eftirspurnar í byrjun faraldursins.

Tekjur skýjaþjónustunnar AWS jukust um fjóra milljarða dala og námu 14,8 milljörðum. Þetta er annar ársfjórðungurinn í röð þar sem tekjur AWS vaxa um meira en 30%.

Fyrirtækið sagði að kostnaður vegna Covid hafi numið 1,5 milljörðum dala á síðasta fjórðungi. Heildarkostnaður Amazon vegna farsóttarinnar er því alls orðinn 15 milljarðar dala.

Hlutabréfaverð Amazon féll um tæplega 7% á eftirmarkaði í gær. Fyrir lækkunina hafði fyrirtækið hækkað um 12% í ár.

Slakanir á samkomutakmörkunum víðs vegar um heim leiddi til þess að viðskiptavinir Amazon eyddu tíma sínum í auknum mæli „að gera aðra hluti en að versla,“ að sögn fyrirtækisins. Tekjur Amazon voru undir væntingum annan ársfjórðunginn í röð, samkvæmt Financial Times .

Hagnaður netrisans hækkaði um helming milli ára og var 7,8 milljarðar dala á fjórðungnum. Amazon varaði hluthafa við að hagnaður félagsins myndi líklega verða minni á þriðja ársfjórðungi heldur en á sama tíma í fyrra.

Heildartekjur Amazon jukust um 27% milli ára og námu 113 milljörðum dala en greiningaraðilar höfðu spáð fyrir um að tekjur fyriirtækisins yrðu 115 milljarðar.

Tekjur Amazon af vefverslun sinni jukust um 15% milli ára þrátt fyrir að hafa fært Prime Day útsölurnar fram um nokkra mánuði og haldið þær í júní. Fjármálastjóri fyrirtækisins sagði að hluti af ástæðunni fyrir minni tekjuvexti væri að annar fjórðungur 2020 var einkum sterkur vegna mikillar eftirspurnar í byrjun faraldursins.

Tekjur skýjaþjónustunnar AWS jukust um fjóra milljarða dala og námu 14,8 milljörðum. Þetta er annar ársfjórðungurinn í röð þar sem tekjur AWS vaxa um meira en 30%.

Fyrirtækið sagði að kostnaður vegna Covid hafi numið 1,5 milljörðum dala á síðasta fjórðungi. Heildarkostnaður Amazon vegna farsóttarinnar er því alls orðinn 15 milljarðar dala.

Hlutabréfaverð Amazon féll um tæplega 7% á eftirmarkaði í gær. Fyrir lækkunina hafði fyrirtækið hækkað um 12% í ár.