Einstaklingar sem vilja koma til Bretlands til að vinna munu nú þurfa að þéna meira en 38 þúsund pund á ári, eða sem nemur 6,7 milljónum króna. Áður hafði launakrafan verið rúmlega 26 þúsund pund og er því um að ræða 45% hækkun.
James Cleverly, innanríkisráðherra Bretlands, greindi frá aðgerðarpakka í innflytjendamálum á mánudag en markmiðið er að draga úr fólksflutningum til landsins.
Nettófólksflutningar til Bretlands náðu hámarki árið 2022, þar sem fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra nam 745 þúsund, og hafði Rishi Sunak forsætisráðherra verið undir miklum þrýstingi til að bregðast við.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði