Bæjarstjórn Árborgar hefur tilkynnt að hún muni leggja á álag útsvars afturvirkt frá upphafi árs 2024 og verða upphæðirnar rukkaðar á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Árborgar.

Álagningin er í samræmi við þær upplýsingar sem komu fram í frétt um fjárhagsáætlun Árborgar fyrir árið 2024 sem kynnt var í lok árs 2023. Þar kom fram að álagningin væri nauðsynleg til að tryggja rekstrarhæfi og viðhalda nauðsynlegri þjónustu.

Bæjarstjórn Árborgar hefur tilkynnt að hún muni leggja á álag útsvars afturvirkt frá upphafi árs 2024 og verða upphæðirnar rukkaðar á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Árborgar.

Álagningin er í samræmi við þær upplýsingar sem komu fram í frétt um fjárhagsáætlun Árborgar fyrir árið 2024 sem kynnt var í lok árs 2023. Þar kom fram að álagningin væri nauðsynleg til að tryggja rekstrarhæfi og viðhalda nauðsynlegri þjónustu.

„Sveitarfélagið vill þó taka fram að þessi aukning á útsvari er aðeins hugsuð til að hámarki tveggja ára og er ekki ætlað að verða varanleg. Markmiðið er að styrkja fjárhag sveitarfélagsins tímabundið, á meðan unnið er að öðrum langtímalausnum til að mæta fjárhagslegum áskorunum,“ segir í tilkynningu.

Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Árborgar, segir að bæjarstjórnin hafi þurft að taka margar erfiðar ákvarðanir undanfarin ár í tengslum við endurskipulagningu á rekstri sveitarfélagsins.

„Þetta er ákvörðun sem engan bæjarfulltrúa langar að taka en staða sveitarfélagsins var það alvarleg að ekki var komist hjá því samhliða öðrum hagræðingum.“

Sveitarfélagið hvetur íbúa til að kynna sér þessar breytingar og vera meðvitaðir um að þær muni koma fram í framtíðarskattgreiðslum, sumarið 2025. Hér að neðan er hægt að sjá áætlaða viðbótarálagningu miðað við mismunandi heildartekjur.

© Skjáskot (Skjáskot)