Síðasta vika var sú versta á bandarískum hlutabréfamarkaði frá því í mars 2023 ef miðað er við hlutabréfavísitöluna S&P 500 sem lækkaði um 4,2%.

Síðasta vika var sú versta á bandarískum hlutabréfamarkaði frá því í mars 2023 ef miðað er við hlutabréfavísitöluna S&P 500 sem lækkaði um 4,2%.

Lækkanir voru m.a. raktar til væntinga til stýrivaxtaákvörðunar bandaríska seðlabankans síðar í mánuðinum en almennt er búist við vaxtalækkun.

Nýjar hagtölur um bandaríska vinnumarkaðinn lituðu hreyfingar á bandaríska hlutabréfamarkaðnum á föstudaginn síðasta. Fjöldi nýrra starfa í ágúst var nokkuð undir væntingum.

Tölurnar eru þó ekki taldar til þess fallnar að leiða til þess að seðlabankinn lækki vexti um 0,5 prósentustig fremur en 0,25 prósentur, samkvæmt umfjöllun WSJ.

Helstu hlutabréfavísitölur bandaríska markaðarins hafa hækkað um 0,7%-1,1% í dag.

Í umfjöllun WSJ segir að nýjar verðbólgutölur, sem verða birtar á miðvikudaginn, gætu haft áhrif á spár markaðsaðila um vaxtaákvörðun seðlabankans. Einnig verður fylgst grannt með kappræðum Kamala Harris og Donald Trump annað kvöld.

Helstu hlutabréfavísitölur Bandaríkjanna í dag:

  • S&P 500: +0,9%
  • Nasdaq Composite: +0,7%
  • Dow Jones Industrial Average: +1,1%