Helstu hlutabréfavísitölur Bandaríkjanna hafa hækkað um 1,0%-1,5% í fyrstu viðskiptum frá opnun bandaríska hlutabréfamarkaðarins í dag.
Í umfjöllun WSJ er bent á að vísitölurnar þrjár lækkuðu allar um meira en 2% í síðustu viku og var það mesta lækkun á einni viku það sem af er ári. Lækkanir voru raktar til áhyggju um frekari stýrivaxtahækkanir.
Hækkanir í Bandaríkjunum fylgja eftir hækkunum á evrópska hlutabréfamarkaðnum. Stoxx Europe 600 vísitalan hefur hækkað um meira en 1% í dag og FTSE 100 um tæplega 0,8%.
Hækkun helstu hlutabréfavísitala Bandaríkjanna það sem af er degi:
- S&P 500: +1,2%
- Nasdaq Composite: +1,5%
- Dow Jones Industrial Average: +1,0%